Umsagnir

Þjónusta Gestamóttökunnar er bæði fagleg og persónuleg. Inga hafði veg og vanda af skipulagningu stórrar norrænnar félagsfræðiráðstefnu fyrir nokkrum árum og núna í vor höfðu Kristjana og Anna Katrín bæst í hópinn þegar við stóðum að alþjóðlegri ráðstefnu á vegum félags- og mannvísindadeildar HÍ. Báðar ráðstefnurnar tókust afbragðs vel og átti Gestamóttakan ekki síst þátt í því.

Mæli hiklaust með þjónustu Gestamóttökunnar!

Helgi Gunnlaugsson, Ph.D.

Prófessor í félagsfræði
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands

hi_felags_og_mannvisindadeild_isl

Gestamóttakan tók að sér að skipuleggja og halda utan um þing NPF (norrænna lýtalækna) 10. - 12. júní 2010. Í nánasta aðdraganda þingsins byrjaði Eyjafjallajökull að gjósa og styrktaraðilar héldu að sér höndum af ýmsum orsökum en með gríðarlegri eljusemi og faglegum vinnubrögðum varð raunin sú að enginn þátttakandi skráði sig frá ráðstefnunni og hún var haldin með glæsibrag, met þátttöku og jákvæðri fjárhagsstöðu. 
Sérstaklega vil ég nefna hnökralausa móttöku abstracta og skipulag fyrirlestra sem var á heimsmælikvarða. Einnig held ég að “social programmið” verð seint toppað! Hjartans þakkir fyrir samvinnuna,Jens Kjartansson
- klínískur prófessor, yfirlæknir lýtalækningadeildar Landspítala

lhs_isl_lit2

Gestamóttakan aðstoðaði okkar í Samtökum Tungumálakennara á Íslandi með skipulagningu alþjóðlegrar námstefnu: Sharing the Treasure Trove, sem haldin var
18. - 19. júní 2010. Starfsfólk Gestamóttökunnar fær mín bestu meðmæli í ráðstefnuþjónustu, þar sem reynsla þeirra og samvinnuhæfni skila sér í góðu starfi.

Ragnheiður Jóna Jónsdóttir
Formaður STÍL - Samtaka tungumálakennara

Við skipulagningu stórs alþjóðlegs fundar sumarið 2003 fékk ég ómetanlega aðstoð frá Ingu Sólnes og starfsfólki Gestamóttökunnar. Ég leitaði því til þeirra aftur með Norsig ráðstefnuna í júní 2006 þar sem allt gékk upp hnökralaust. Ég mæli hiklaust með Gestamóttökunni með alla stærri og minni viðburði.

Jón Atli Benediktsson,
prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskóla Íslands

hi_verkfraedi_vert

Það er gott að vinna með Gestamóttökunni. Þar fer saman mikil reynsla, kunnátta, góð sambönd og persónuleg þjónusta. Get ég því hiklaust mælt með Gestamóttökunni, sem samstarfsaðila innan allra þátta skipulagningar á móttöku erlendra gesta.

Friðrik Ásmundsson Brekkan
leiðsögumaður

gesto04.jpg
Komdu á okkar fund
Gestamóttakan - YourHost in Iceland
IcelandicEnglish
ferdamalastofa.mini
Gestamóttakan ehf
Kirkjutorg 6
101 Reykjavík
Sími: 551 1730, GSM: 692 1730
gestamottakan@gestamottakan.is

inspired

how_cool

Logo_Meet_in_Reykjavik

fb

Vefhönnun, Hugsa sér !