Starfsfólk

Inga Sólnes, framkvæmdastjóri

is_minniInga er með BA frá Háskóla Íslands í dönsku og frönsku og BA frá Kingston University í London í félagsvísindum. Inga hefur áralanga reynslu af störfum innan ferðaþjónustunnar m.a. sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn um Ísland, sem starfsmaður upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Reykjavík. Inga hefur verið verkefnisstjóri fyrir Vestnorræna ferðamálaráðið (samstarf milli Íslands, Færeyja og Grænlands), upplýsingafulltrúi hjá ferðamálaráði Íslands og félagsfræðikennari hjá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti. Auk þess hefur Inga kennt félagsfræði og samskipti á ýmsum námskeiðum, m.a. hjá Iðntæknistofnun Íslands.
Inga stofnaði ferðaskrifstofuna Gestamóttökuna ehf  - Your Host in Iceland árið 1996


Helga Gunnur Þorvaldsdóttir, verkefnastjóri

helga gunnur_minniHelga Gunnur er með diploma í ferðamálafræði frá Istituto Internazionale di Scienze Turistiche í Flórens á Ítalíu. Helga hefur starfað í mörg ár innan ferðaþjónustunnar, m.a. sem markaðsstjóri Flugfélagsins Jórvík, skrifstofustjóri Northern Lights Tours í Englandi, við almenn ferðaskrifstofustörf hjá Arctic Experience í London og sem fulltrúi hjá Ferðamálaráði Íslands á Akureyri og hafði þar umsjón með Handbók Ferðamálaráðs. Helga vann einnig nokkur sumur á Upplýsingamiðstöð ferðamála á Akureyri.

Einar Örn Þorvaldsson, tæknimaður

einarEinar Örn er tölvunarfræðingur frá Háskóla Íslands. Hann viðheldur tölvukosti Gestamóttökunnar auk þess að hafa umsjón með heimasíðum ráðstefna og rafrænni skráningu.

gesto02
Komdu á okkar fund
Gestamóttakan - YourHost in Iceland
IcelandicEnglish
ferdamalastofa.mini
Gestamóttakan ehf
Kirkjutorg 6
101 Reykjavík
Sími: 551 1730, GSM: 692 1730
gestamottakan@gestamottakan.is

inspired

how_cool

Logo_Meet_in_Reykjavik

fb

Vefhönnun, Hugsa sér !